SKILMÁLAR

 

Fiskinn heim! ® er rekið af:

NORA Seafood ehf.

Kennitala: 660514-1630

Heimilisfang: Sindragata 11, 400 Ísafirði

 

Almennt

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Fiskinnheim áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. 

 

Verð 

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald og fl. Öll verð í netversluninni eru með VSK.

 

Kaup

Þegar pakki hefur verið valinn verður tiltekin upphæð pöntunar gjaldfærð af því kreditkorti sem skráð er.

Pöntun vöru

 

Breyting á pöntun:

Ekki er hægt að gera breytingu á pöntun eftir að hún hefur verið staðfest.

 

Heimsending og afhending fiskipakka:

Ef enginn er til staðar við móttöku á fiskipakka er hann skilinn eftir á þeim stað sem óskað er eftir. Við sendum einungis á það heimilsfang sem skráð er við pöntun á greiðslusíðu valitor.